Það kom að norðan

12 Mamma var framkvæmdarstjóri á Síldar- minjasafninu. Þessi ráðning hafði komið okkur öllum á óvart. Hún sem hafði aldrei áður komið á Siglufjörð og vissi nákvæm- lega ekkert um síld. En kaupið var gott og samningurinn var varla kominn út úr prentaranum þegar hún hafði skrifað undir. Þetta þýddi að hún vann myrkranna milli. Hún var sannfærð um að verslunarmanna- helgin yrði besti tími ársins fyrir safnið og þess vegna hélt hún því opnu. En hún misreiknaði sig greinilega, því safnið stóð galtómt. Þess vegna fóru sjómennirnir með eggið þangað inn. Eitt sýningarrýmið var endursköpun á gamaldags frystihúsi. Kuldinn þar var fullkominn til að vernda eggið. Þeir drösluðu því þangað og komu því fyrir ofan í keri fullu af ís.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=