Það kom að norðan

11 Enginn nema Davor. Hann flutti til landsins frá Króatíu fyrir þremur árum og er strax orðinn grunsamlega góður í íslensku. Ég held hann sé vélmenni. Hann er óþolandi jákvæð týpa. Fyrir honum eru ekki til nein vandamál, bara lausnir. Svo virðist hann kunna nánast hvað sem er – smíða hús, blanda steypu, keyra traktor, sigla bát, laga tölvur. Hann er alltaf með eitthvað nothæft í vasanum, eins og reipi eða kveikjara eða upptakara – sannur skáti. Pabbi hans er trillukarl og mamma hans vinnur í mötuneytinu í skólanum. Íslenskan þeirra er ekki alveg jafn góð og hans en þau reyna sitt besta. Eins og ég sagði, þá vissi ég ekki betur en svo að við þrjú værum einu krakkarnir sem fóru ekki á útihátíð þessa verslunarmanna- helgi. Ég og Inga röfluðum eins mikið og við gátum en mamma hlustaði ekkert á okkur. Hún var föst í vinnu og hafði engan tíma til að skemmta sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=