Það kom að norðan

10 Systir mín heitir Inga, hún er algjört gerpi. Hún er tólf ára gömul og getur verið gjörsamlega óþolandi. Hún æfði íþróttir í gamla daga, rétt eins og ég, en getur það ekki lengur. Hún var greind með ólæknandi sjúkdóm fyrir tveimur árum og er nánast alveg búin að missa sjónina. Læknarnir segja að hún verði orðin alveg blind innan árs. Mesti skellurinn við greininguna var að geta ekki lengur lesið myndasögur. En hún er orðin algjör sérfræðingur í hljóðbókum í staðinn. Það er fátt sem gleður hana meira en að láta mér bregða þegar það er orðið dimmt og hvorug okkar sér neitt. neitt. Algjört gerpi. Ég flutti hingað í mars. Það er varla til verri tími til að byrja í nýjum skóla. Í mars er veturinn næstum búinn, allir hafa kynnst öllum og prófin eru alveg að bresta á. Ég mætti ný í bekkinn eins og geimvera og enginn nennti að tala við mig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=