Það kom að norðan

9 í raun bara þrír krakkar eftir í öllu plássinu – ég, Inga litla systir og besti vinur minn, Davor. Það er skemmst frá því að segja að ég var ekkert sérlega spennt yfir því að vera ein eftir í tómum bæ meðan allir aðrir skemmtu sér. Ég flutti til Siglufjarðar fyrir fimm mánuðum. Þar á undan bjó ég í Borgarnesi, Kópavogi, Kjalarnesi og Vík í Mýrdal. Ég veit, við flytjum ansi oft. Mamma mín heitir Lovísa og hún er einstaklega lagin við að missa vinnuna. Í hvert sinn sem hún fær nýtt starf þá tilkynnir hún okkur systrunum að nú sé þetta loksins komið og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neinu framar. Í hvert skipti sem hún er rekin er hún jafn hissa. Það er nefnilega aldrei henni að kenna hvað hún mætir seint og illa, sjáðu til. Ég þekki pabba minn ekki neitt en mér skilst að hann hafi það ágætt einhvers staðar í suðurhluta Frakklands með nýju konunni sinni. Því minna sem ég skrifa um hann, því betra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=