Það kom að norðan

8 Enginn vissi hversu lengi þetta egg hafði verið fast í ísnum – það gæti allt eins hafa verið þar í tugi þúsunda ára. Einhver hafði á orði að sérfræðingar í Reykjavík þyrftu að fá það í hendurnar áður en það bráðnaði og skemmdist. Aðrir stoltari menn settu hnefann í borðið og kröfðust þess að eggið yrði ekki flutt út fyrir Siglufjörð – það var jú fundið þar. Ég vildi óska þess að ég gæti farið aftur í tímann og varað alla við, sagt þeim frá hryllingnum sem beið þeirra. Ef þeir hefðu bara skilið það eftir í ísnum, þá hefði ekkert af þessu gerst. Að lokum kom í ljós að ekkert yrði gert við eggið fyrr en eftir fjóra daga. Verslunar- mannahelgin var nýhafin og allt var lokað fyrir sunnan. Engar rannsóknarstofur voru opnar þar til á þriðjudeginum. Helmingur íbúa Siglufjarðar hafði farið fyrr um morguninn á útihátíðir á Akureyri og víðar. Eftir því sem ég best vissi vorum við

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=