það tákn. Þegar barn finnur að tilraunir þess til tjáskipta bera árangur verður það áræðnara og reynir aftur. Til að barn nemi táknin þarf það að horfa á þann sem talar við það. Áhersla á augnsamband stuðlar að betra sambandi við barnið og hvetur til tjáskipta. TMT og táknmál heyrnarlausra Aðalmunurinn á TMT og táknmáli heyrnarlausra er sá að í TMT eru táknin ávallt notuð samhliða tali. Táknin eru stuðningur við íslenskt talmál en aðeins lykilorð hverrar setningar er táknað. Oftast er stefnt að því að barnið læri að tala. Íslenska táknmálið er hins vegar mál heyrnarlausra Íslendinga og hefur þróast í samfélagi þeirra. Það er sjálfstætt mál, sem er gjörólíkt íslensku talmáli, með eigin málfræði og setningafræði. Táknmál er heyrnarlausum jafn mikilvægt og talmálið er heyrandi fólki. Aukin tjáskipti Á undanförnum árum hefur skilningur á mikilvægi tjáskipta aukist og þróaðar hafa verið hefðbundnar tjáskiptaleiðir sem njóta nú almennrar viðurkenningar. Má þar nefna táknmál heyrnarlausra, tákn með tali – TMT – og ýmiss konar táknmyndakerfi svo sem Bliss, PCS (Picture Communication Symbols) og Pictogram. Oft eru þessar aðferðir notaðar saman og styrkja þá hver aðra, t.d. TMT og myndir (PCS). Dæmi: Ég fer í leikfimi. Áður héldu margir að notkun tákna kæmi í veg fyrir að börn lærðu að tala. Reynslan, svo og rannsóknir*, hafa hins vegar sýnt að óhefðbundnar leiðir auka færni barnsins í tjáskiptum og efla málskilning þess. Mörg fötluð börn hafa slakan málskilning og eiga þar af leiðandi erfitt með að vinna úr töluðu máli. Orð eru huglæg og því getur reynst erfitt að skilja þau ein sér. Auk þess eiga mörg börn í erfiðleikum með að greina á milli líkra orða, svo sem súpa og sápa, bolti og bolli. Með því að gera orðin myndræn og hlutbundin, stytta orðaflauminn og tala skýrt er hægt að auðvelda börnunum að skilja það sem sagt er. Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir hafa þann tilgang að gera orð myndræn og sýnileg og opna leiðir fyrir börn til tjáskipta jafnvel löngu áður en þau eru fær um að segja sitt fyrsta orð. 7 *Johansson, I. (1990). Contributions of Language to Cognitive Development. Útgáfa frá fjórða þingi ISAAC í Stokkhólmi. Bls. 226. Bliss TMT Pictogram PCS
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=