er notað í daglegu lífi og skólastarfi. Efnið er sett þannig upp að auðvelt er að ljósrita táknin, stækka þau og minnka, t.d. við gerð verkefna, söngbóka eða sögu- og dagbóka. Forrit sem fylgir efninu er líka afar heppilegt til slíkrar vinnu. Aðferðirnar nýtast að sjálfsögðu bæði börnum og fullorðnum sem nota TMT þótt í textanum sé yfirleitt vísað til barna. Yfirlitsblað yfir skýringar á ýmsum merkingum sem eiga að sýna hvernig táknin eru mynduð fylgir. Í neðsta reit á sumum blöðunum eru frekari skýringar og ábendingar um hvernig táknin eru notuð og gerð. Í nýju útgáfunni eru samsett tákn teiknuð hlið við hlið í stað þess að vera hvort neðan við annað. Þau geta því náð yfir tvo eða þrjá reiti eftir fjölda tákna. Þá má geta þess að tvö tákn eru yfir dagana, þ.e. tákn sem byggjast á stafrófi heyrnarlausra og tákn sem vísa í merkingu daganna. Síðari aðferðin hentar oft betur ungum notendum. Hvað er tákn með tali – TMT Tákn með tali er tjáningarform ætlað heyrandi fólki sem á við mál- eða talörðugleika að stríða. Það byggist á samblandi af látbrigðum, táknum og tali. Með látbrigðum er átt við látbragð og svipbrigði sem yfirleitt eru sýnd um leið og táknin eru gerð og undirstrika þannig merkingu þeirra. Táknunum er skipt í náttúruleg tákn sem byggjast aðallega á því að athöfn er leikin og eiginleg tákn sem flest eru fengin að láni úr táknmáli heyrnarlausra. Í TMT eru táknin alltaf notuð samhliða töluðu máli og aðeins lykilorð (aðaláhersluorð) hverrar setningar eru táknuð. TMT er leið til tjáskipta jafnframt því sem hún örvar málvitund og málskilning barnsins. Flestir nota látbrigði og náttúruleg tákn í daglegum samskiptum án þess að vera sér meðvitandi um það. Þeir kinka kolli um leið og þeir segja já, hrista höfuðið þegar þeir segja nei, vinka og segja bless, yppta öxlum þegar þeir vita ekki eitthvað o.s.frv. Þegar nota á TMT eru þessar hreyfingar sá grunnur sem byggt er á, notkun þeirra verður meðvituð og markviss, táknum bætt við og aðferðin löguð að þroska og þörfum viðkomandi barns. Táknin í TMT geta verið bæði myndræn og lýsandi. Með því að nota þau samhliða tali eru orðin gerð „sýnileg“ en margir sem nota TMT eiga auðveldara með að læra og tileinka sér ný hugtök með sjónrænum stuðningi. Sá sem kennir TMT talar yfirleitt hægt og skýrt og leggur áherslu á lykilorðið í setningunni, það er orðið sem hann vill að viðmælandinn skilji. Hann leggur jafnframt áherslu á og gerir sýnileg öll atkvæði orðsins um leið og hann táknar það. Að útfæra tákn með höndunum er mun auðveldari hreyfing en að segja orðið sjálft. Það eru því meiri líkur á að tilraunir barnsins til tjáskipta beri oftar árangur noti 6 Náttúruleg tákn eru til dæmis synda, líkt er eftir handatökum í bringusundi og borða, hendi færð að munni. Sá sem kennir TMT hægir ósjálfrátt á talhraðanum, talar skýrt og leggur áherslu á lykilorð setningarinnar. borða synda
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=