bless og takk fyrir daginn, það er gaman að sjá þig, hvað heitir þú? hvað viltu? gjörið þið svo vel, takk fyrir matinn, til hamingju með afmælið. Góðan dag! Takk fyrir matinn. Orðabók Algengt er að útbúa sérstaka orðabók fyrir hvert barn. Í hana er safnað táknum sem barnið kann eða er að læra. Ætlast er til að bókin fylgi barninu milli staða svo að hægt sé að fletta upp í henni og fylgjast með hvaða tákn það á að kunna og hvernig barnið sjálft gerir táknin. Oftast eru börnin stolt af bókinni sinni og hafa gaman af að sýna öðrum hvað þau kunna. Þessa bók má útbúa á ýmsa vegu og fer það gjarna eftir getu barnsins hvernig bókin er gerð. Til dæmis er hægt að ljósrita táknin úr TMT orðabókinni og setja mynd við ásamt nánari lýsingu á því hvernig barnið útfærir táknið ef með þarf. Á svipaðan hátt er hægt að útbúa vinnubók með verkefnum og þeim setningum sem verið er að kenna. Þá má hugsa sér úrklippur, ljósmyndir eða annars konar myndir sem límdar eru í bókina og viðeigandi tákn sett við. Þannig er hægt að taka sérstaklega fyrir ákveðnar setningar eða ákveðin hugtök sjá bls. 26–28. Samvinna Til að kennsla og þjálfun í TMT fari fram á markvissan hátt er nauðsynlegt að þeir sem tengjast barninu hafi samvinnu sín á milli. Æskilegt er að einn ákveðinn aðili hafi umsjón með henni. Ef barnið er í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er eðlilegt að einhver þar sinni því hlutverki. Auk reglulegra samráðsfunda getur samskiptabók milli heimilis og skóla komið sér vel. Í bókina má skrifa helstu atburði sem barnið upplifir yfir daginn. Þannig aukast líkur á að tilraunir barnsins til að segja frá þeim skiljist. 16 Dæmi um blaðsíðu úr orðabók. Til að byrja með er æskilegt að aðeins eitt tákn sé á hverri blaðsíðu. Dæmi um blaðsíður í vinnubók. Hér eru æfðar þriggja orða setningar, kennari og barn spyrja og svara til skiptis.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=