komast hjá því að halda á bókinni má nota t.d. nótnastatíf eða annan einfaldan stand fyrir bækur. Spil Ýmiss konar spil eru ákjósanleg til málörvunar. Lottó-spil eru mikið notuð á leikskólum og börnin verða snemma leikin í að nota þau. Það er bæði lærdómsríkt og spennandi tilbreyting fyrir hin börnin í hópnum að tengja tákn við þennan leik og gefur málhamlaða barninu tækifæri til að spila á svipuðum forsendum og þau. Þá er hægt að þjálfa ákveðin setningaform með því að kenna barninu að spyrja og svara á ákveðinn hátt, ýmist með einu orði eða heilli setningu. Hver á kisu? Ég á kisu. Nöfn Börnunum í hópnum þykir gaman að eiga sitt eigið tákn. Það gefur málhamlaða barninu færi á að tala við og tala um aðra með nöfnum. Þá er um að gera að nota hugmyndaflugið. Táknin geta höfðað til útlits (jákvæðra atriða) og áhugamála viðkomandi eða verið úr lausu lofti gripin. Gott er að fá börnin til að taka þátt í að búa til tákn því að þau eru ekki síður hugmyndarík en fullorðnir. Sumstaðar hefur starfsfólk sett teikningu eða skriflega lýsingu á tákni hvers barns upp í fataklefanum. Þetta hefur m.a. vakið eftirtekt og áhuga foreldra og ýtt undir forvitni og frekari umræðu um TMT. Algengar setningar Æskilegt er að taka saman yfirlit yfir setningar sem notaðar eru í daglegum samskiptum við málhamlaða barnið. Um er að ræða grunnsetningar sem tengjast daglegu starfi, heima, í leikskólanum og skólanum. Nauðsynlegt er að þeir sem sinna barninu mest komi sér saman um setningar sem ber að leggja áherslu á og hvernig þær séu táknaðar. Á þann hátt má samræma notkun táknanna og hjálpa málhamlaða barninu að átta sig á athöfnum dagsins. Þetta er einnig góð leið til að virkja þá sem umgangast barnið í að nota TMT. Að heilsast og kveðjast á ákveðinn hátt, bjóða til sætis og þakka fyrir matinn eru dæmi um algengar athafnir sem heppilegt er að taka fyrir í þessum tilgangi. Dæmi um setningar eru: Góðan dag, 15 Dæmi um hvernig hægt er að laga TMT að mismunandi þörfum. Táknið fyrir sælgæti er notað fyrir Óla. Ör er tekin burtu og staðsetning fingursins vísar nú á spékoppinn hans Óla. Óli
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=