Tákn með tali

Söngvar Söngvar eru góð leið til að kenna börnunum tákn. Flestum börnum finnst gaman að syngja og hreyfisöngvar höfða sérstaklega til þeirra. Foreldrar málhamlaðra barna hafa lýst því hvernig barn þeirra virðist syngja „hástöfum“ með táknum þótt það gefi ekki frá sér eitt einasta hljóð. Auðvelt er að setja tákn við hvaða texta sem er, bæði barna- og dægurlög, en varast ber að tákna of mörg orð. Það getur verið nóg að tákna eitt eða tvö orð í laglínu eða jafnvel eitt eða tvö orð í laginu öllu. Það á að vera gaman að syngja með táknum. Gefa má söngvunum táknheiti svo barnið geti valið eða beðið um lag, sjá dæmi bls. 23–25. Námsgagnastofnun gaf á sínum tíma út bókina „Syngjum með táknum“ sem Sigurborg I. Sigurðardóttir tók saman. Í bókinnni eru nokkur vinsæl barnalög með táknum sem nýtast börnum sem nota TMT. Tekið er fram í formála bókarinnar að táknin og fjöldi táknaðra orða í hverju lagi skuli lagaður að þörfum barnsins ef með þarf. Samverustundir Samverustundir eru ákjósanlegur vettvangur til að örva notkun TMT og bæta við nýjum táknum á markvissan hátt. Ef stundirnar eru notaðar til að fjalla um ákveðið viðfangsefni og hugtök sem tengjast því er þetta sérstaklega árangursríkt. Oft reynist gott að virkja hópinn í heild í samverustundinni og leyfa málhamlaða barninu að njóta sín. Bækur Nauðsynlegt er að kynna sér vel bók sem á að tákna og draga út lykilorðin, áður en hún er lesin fyrir börnin. Hentugt getur verið að strika undir þau orð sem á að tákna og jafnvel líma táknmyndir í bókina. Þessi undirbúningsvinna nýtist öllum þeim sem koma til með að lesa viðkomandi bók fyrir börnin og samræmir um leið táknanotkunina. Hver bók getur haft táknheiti svo að barnið geti valið hana eða talað um hana með nafni. Þægilegast er að hafa báðar hendur frjálsar við lestur bókarinnar til að geta táknað að vild. Til að 14 Ein ég sit og sauma inni í litlu húsi, enginn kemur sjá mig nema litla músin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=