Þegar sum börn byrja að læra TMT verða þau svo upptekin af hreyfingu táknanna að um tíma virðist draga úr hljóðmyndun og tali. Þetta er þó aðeins tímabundið ástand og ekki óalgengt að á meðan nýir hlutir lærast falli aðrir í skuggann. Sum fötluð börn eiga erfitt með að vinna úr hljóðum og táknum (hreyfingum) samtímis, það verður of ruglingslegt. Þá er mikilvægt að skilja þessa tvo þætti að. Þegar nota á TMT með þessum börnum er æskilegt að mynda táknið fyrst og segja svo orðið á eftir, eða öfugt þ.e. segja fyrst orðið sem á að tákna og mynda síðan táknið. Eftir að hafa notað TMT í nokkurn tíma fara mörg börn að segja sín fyrstu orð. Smátt og smátt eykst svo talið og tjáningin verður blanda af tali og táknum. Um tíma halda þau áfram að tákna orðin um leið og þau segja þau en fljótlega tákna þau eingöngu orðin sem þau geta ekki sagt skiljanlega. Í mörgum tilvikum tekur því talið smám saman við af táknunum. Þetta gerist á mislöngum tíma og misjafnt hvort, hvenær og hversu vel börnin geta nýtt sér talmál. Reynslan hefur sýnt að margir hafa tilhneigingu til að hætta að nota tákn með börnunum of snemma á þessu ferli. Það er sannarlega gleðilegt að barn geti sagt tíu skiljanleg orð en þau leiða til mun takmarkaðri tjáskipta en þau e.t.v. áttatíu tákn sem barnið notaði. Tjáskiptin mega ekki verða fátækari við það að barninu hafi farið fram í tali. Látið tal og tákn vinna saman. Barnið hættir í flestum tilvikum sjálfkrafa að nota þau tákn sem það hefur ekki þörf fyrir lengur. Við þurfum ekki að taka þá ákvörðun fyrir barnið. Notkun tákna í leikskóla/skóla Ef barn, sem notar TMT, er í leikskóla eða grunnskóla er mikilvægt að allir sem tengjast því þar séu færir um að nota TMT og að ábyrgðin dreifist á fleiri en einn aðila. Hlutverk starfsfólksins er veigamikið. Hversu vel tekst til með TMT kennsluna og yfirfærslu táknanna í daglega lífið er algjörlega undir kennurum og öðru starfsfólki komið. Starfsfólkið er fyrirmynd barnanna í því hvernig TMT er notað, frumkvæði og kennsla er algjörlega í þeirra höndum. Ef starfsfólk leikskólans eða skólans notar ekki TMT hættir málhamlaða barnið fljótlega að nota það. Barnið notar ekki TMT nema það sjái aðra gera það. Það er mikill stuðningur við barn sem notar tákn ef TMT er gert að eðlilegum þætti í leik- og grunnskólastarfinu. Stór þáttur í því er m.a. að sjá hin börnin í hópnum nota tákn. Það eykur sjálfstraust og áræðni barnsins og það fær frekar samkennd með 12 Verum óhrædd að sýna sveigjanleika við myndun tákna og virðum allar tilraunir barnsins til tjáskipta.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=