Til að gera byrjunina sem auðveldasta er nauðsynlegt að hver og einn setji sér markmið sem hann treystir sér til að fylgja. Gott er að byrja á því að binda notkun tákna við eina ákveðna athöfn. Matartíminn er ágætur til þess. Hægt er að byrja með táknið að borða, síðan að drekka, þá takk, búinn, meira, heitt og svo auðvitað heiti matarins. Þegar reynsla er komin á matartímann má bæta fleiri athöfnum við. Þannig fæst ákveðin og markviss stígandi í þjálfunina og enginn dagur líður án þess að TMT sé notað. Mikilvæg atriði Barn lærir ekki að nota TMT nema það sjái aðra gera það. Ótal dæmi eru um að börn tjái sig með TMT við þá sem nota tákn í daglegum samskiptum við það en láti það ógert við aðra. Nauðsynlegt er því að sem flestir í umhverfi barnsins noti TMT eigi það að verða eðlilegur þáttur í lífi þess. Börn þurfa að sjá táknin aftur og aftur áður en þau fara sjálf að mynda tákn. Töluverður tími getur liðið frá því að byrjað er að fást við TMT þangað til barnið fer sjálft að mynda sín fyrstu tákn. Oft þurfum við að hjálpa því af stað með því að stýra höndum þess. Mikilvægt er að gefast ekki upp á þessu stigi heldur halda markvisst áfram. Börn tala barnamál í táknum og táknin eru oft óskýr á sama hátt og framburður barns sem er að byrja að tala. Oftast verður myndun táknanna skýrari eftir því sem þroski og samhæfing eykst. Ekki er æskilegt að leiðrétta táknin á þessu stigi heldur vera góð fyrirmynd og gera sjálfur táknin skýrt og greinilega. Hluti barna mun alltaf nota sín persónulegu tákn, það er tákn sem eru verulega löguð að þörfum þeirra og getu. Börn ráða fyrst við einfaldar hreyfingar. Auðveldara er t.d. að gera tákn þar sem líkamshlutar snertast en tákn sem gerð eru í lausu lofti. Einnig virðist auðveldara fyrir þau að gera tákn þar sem þau sjá hvað hendurnar gera og tákn þar sem báðar hendur gera sömu hreyfingu. Samsett tákn, þ.e. tákn sem eru sett saman úr tveimur mismunandi táknum, reynast sumum börnum erfið og getur þá þurft að einfalda þau. Dæmi: 11 Það lærir barnið sem fyrir því er haft! Barn lærir ekki að nota TMT nema það sjái aðra nota tákn. Táknið fyrir jólasvein er samsett úr táknunum fyrir skegg og poka. Til einföldunar er hægt að nota eingöngu annað táknið. jólasveinn jólasveinn jólasveinn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=