Tákn með tali

Í byrjun stjórna hinir fullorðnu því hvaða tákn eru kennd. Eftir því sem áhugi barnsins fyrir umhverfinu eykst hefur það sjálft meiri áhrif á val táknanna. Þá þarf að sýna barninu hvernig það getur tjáð hugmyndir sínar og óskir. Ef barnið veitir athygli bíl sem það heyrir í, gæti hinn fullorðni sagt og táknað um leið „sjáðu bílinn“, og á sama hátt ef barnið teygir sig í áttina að kexskálinni „viltu kex“? Mikilvægt er að vera vakandi fyrir óvæntum atvikum eða nýjum aðstæðum og nýta eins vel og kostur er í kennslunni. Á þann hátt er barninu kennt hvernig það getur tjáð sig og um leið er ýtt undir frumkvæði þess til tjáskipta. Fyrstu táknin Fyrstu táknin sem barnið lærir eru tákn sem tengjast daglegum athöfnum. Önnur tákn sem margir leggja áherslu á með ungum börnum eru: gráta, góður (aaaaa…, strjúka kinnina), bless (vinka), takk, detta, duglegur, stór, já, nei, týndur og allt búið. Ekki má gleyma táknunum fyrir mömmu og pabba og aðrar mikilvægar persónur í lífi barnsins. Þegar barnið fer að sýna leikföngum og öðrum hlutum áhuga bætast heiti þeirra í hópinn. Sími, bolti, bíll, dúkka, bók, kubbar og ýmis dýr eru dæmi um slík tákn. Fjöldi tákna Það er einstaklingsbundið hve ört ný tákn eru kynnt. Í sumum tilvikum getur verið gott að taka fyrir tiltekið tákn og æfa það markvisst við ólíkar aðstæður. Eftir vissan tíma er svo öðru tákni bætt við. Í öðrum tilvikum getur verið æskilegt að taka fyrir nokkur tákn í einu og þjálfa þau tiltekinn tíma áður en nýjum táknum er bætt við. Þessi aðferð þarf ekki að gera meiri kröfur til barnsins heldur sér það fleiri tákn í daglegri notkun. Oft getur liðið töluverður tími frá því að byrjað er að nota TMT þangað til barnið sjálft fer að nota tákn. Það er því mikilvægt að halda ótrauður áfram og gefast ekki upp of snemma þótt lítið virðist bóla á árangri. Raunhæf markmið Sumum vex í augum að byrja að nota TMT. Oftast virðist ástæðan vera sú að fólk telur aðferðina flóknari en hún er í raun og veru og sér jafnvel táknmál heyrnarlausra fyrir sér. Aðrir eru hreinlega feimnir. Það er hins vegar ástæðulaust að láta feimnina ná tökum á sér. Látbragð og bendingar eru ómissandi áhersluþættir sem skreyta tal og tjáningu fólks óháð því hvert tungumálið er. TMT er byggt á þessum grunni og er því ekki eins framandi og ætla mætti. 10 duglegur góður týndur detta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=