Heimur í hendi - Sveitin

Íslenski hesturinn er mikils metinn. Hann er eftirsóttur í öðrum löndum m.a. vegna ýmissa eiginleika sinna. Má þar nefna fjölbreytni í litum og gangi; feti, tölti, brokki, stökki og skeiði. Hann er sterkbyggður, geðgóður og hver hestur hefur ákveðinn persónuleika. Árið 2016 voru 1360 hross flutt úr landi, mest til Þýskalands, Svíþjóðar og Danmerkur. Þau hross sem flutt eru út frá Íslandi má ekki flytja til landsins aftur því hætta er á að þau beri með sér sjúkdóma sem ekki eru á Íslandi. Evrópu- og heimsmeistaramót íslenskra hesta eru haldin víða um Evrópu. Orðtakið að leiða saman hesta sína mun vera dregið af hestaati. Á 17. öld hættu Íslendingar að stunda hestaat því þau þóttu ekki mannúðleg og oft varð mikill ófriður á milli þeirra sem áttu víghestana. Stundum var hann svo mikill að eigendur þeirra börðust. Íslenski hesturinn er vel í stakk búinn til að ganga úti allan ársins hring. Á útigangi hefur hann visst frelsi. Þar fær hann hreyfingu sem hann þarf og feldurinn aðlagast veðurfarinu og þykknar þegar kólnar. Margs konar vélar og tæki hafa leyst hestinn af hólmi. Hann er þó enn notaður í sveitum landsins s.s. við smölun og í hestaferðum um land allt. Hann er auk þess hestaáhugafólki bæði til skemmtunar og yndisauka. Hrossarækt hefur alltaf tíðkast á Íslandi en hefur aukist mikið síðustu áratugi bæði í dreifbýli og þéttbýli. Allmargir vinna við hrossarækt og störf sem tengjast henni. Það tekur mikinn tíma að rækta hross og temja þau. Stundum er talað um að fólk hafi fengið „hesta- bakteríuna“ því svo mikil ástríða fylgir hestamennsk- unni. Góðir reiðhestar eru gullsígildi. Keppni í hestaíþróttum er mjög vinsæl bæði hérlendis og erlendis. Hestamannafélög eru um allt land og hafa þau námskeið fyrir krakka. Þar læra þeir reiðmennsku og hvernig á að hirða hrossin. Sum ungmenni eru nú þegar afreksknapar í ýmsum greinum hestaíþróttarinnar. Þar sem mikill áhugi er fyrir hendi byrja börn mjög ung að sitja hest svo segja má að þau „alist upp á hestbaki.“ 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=