Heimur í hendi - Sveitin

Sá sem ber ábyrgð á búfé eða er eigandi þess er skyldugur að merkja alla gripi eftir viðurkenndu merkingar- og skrán- ingarkerfi. Allar upplýsingar um dýrin þarf að skrá, s.s. veikindi og lyfjagjafir, ef gripur er keyptur, seldur, hann deyr af slysförum eða honum er slátrað. Þar sem Ísland liggur afskekkt eru sjúkdómar í búfé færri hér en í öðrum löndum og auðveldara er að verjast þeim. Þó hafa skæðir sjúkdómar borist til landsins með dýrum sem flutt voru inn í þeim tilgangi að kynbæta íslensku stofnana. Til dæmis barst hingað sjúkdómur sem heitir fjárkláði. Til að útrýma honum þurfti annaðhvort að lóga fénu eða baða það upp úr sterku efni sem blandað var í vatn. Strangar reglur gilda nú um innflutning búfjár og lifandi dýra yfirleitt. Hefur þú komið í sveit og kynnst sveitastörfum? Þekkir þú einhverja bændur? Vissir þú að hægt er að fylgjast með bændum á samfélagsmiðlum og sjá hvað störf þeirra eru fjölbreytt? 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=