Heimur í hendi - Sveitin

4 Íslenskur landbúnaður Landnámsmenn fluttu búfénað með sér til Íslands, alifugla, nautgripi, kindur, geitur, hross og svín. Allt frá landnámi hafa menn haft þannig búfénað og slíkur búskapur kallaður hefðbundinn búskapur eða blandaður búskapur. Íslenski hesturinn, nautgripir og sauðfé eru af sama stofni og þeim sem landnáms- menn komu með. Svínastofninn frá landnámi dó út á 17. öld en þau svín sem nú eru til í landinu eru innflutt. Á Íslandi eru margs konar bændur. Þú færð blóm frá garðyrkjubónda, kjúkling frá alifuglabónda og jólatré getur þú fengið hjá skógræktarbónda. Ef þig langar að ferðast um landið þá getur þú pantað þér gistingu hjá ferðaþjónustubónda. Karlar jafnt sem konur geta verið bændur. Jörð sem búskapur er stundaður á og hefur skráð landamerki kallast lögbýli. Eftirlit er haft með búfé á Íslandi. Stofnunin sem gerir það heitir Matvælastofnun (MAST). Hún setur reglur um hvernig aðbúnað dýrin eiga að hafa. Fari bændur ekki eftir ábendingum MAST eiga þeir á hættu að búfé sé tekið af þeim um lengri eða skemmri tíma. Merki í sauðkind. Skýringar: YD yfirdýralæknir IS Ísland 123A12 Númer bæjar (123) (A=Sýsla sem bærinn er í) 12 (númer hreppsins sem bærinn er í) 5013 númer sem kind fær (fyrsta talan, 5, táknar árið sem kindin er fædd t.d. 2015, en 013 er númer kindarinnar. Einnig er hægt að hafa örmerki með svona númerum. Engin dýr fara í sláturhús án þess að hafa merki bæjarins sem þau eru frá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=