Heimur í hendi - Sveitin
31 12 Rolla þykir frekar neikvætt heiti, betra er að nota kind eða sauðfé. Sauðamaður : Sá sem gætir sauðanna. Eftirlegukind : Kind sem hefur orðið eftir upp til fjalla á haustin. 16 Hornabú : Bú sem krakkar gerðu sér áður fyrr úr hornum kinda og léku sér með. Hornin voru dýr á búgarði barnanna. 17 Úthagi : Beitiland, hagi þar sem dýrin eru höfð á beit langt frá bænum. 18 Slægja : Blettur sem er sleginn en ekki búið að hirða heyið. 19 Þurrbaggi : Þurrkað hey sem bundið er í bagga. Dagsláttur : Blettur eða hluti af túni sem tók einn dag að slá. Davíðssaltari : Sálmabók. 20 Efnameiri : Þeir sem hafa meira á milli handanna, eru ríkari. 21 Tilfæringar : Flutningar fram og til baka. Að komast betur á legg : Að verða eldri, nálgast fullorðinsárin. Aðalfyrirvinna : Sá sem aðallega vinnur inn peninga fyrir fjölskylduna. Að missa heilsuna : Að verða veik/ur. Að vera efnum búið : Að eiga næga peninga/eignir. Skörungsskapur : Að stýra einhverju af skörungsskap merkir að stjórna einhverju mjög vel eða af stórmennsku. 24 Afréttur : Heiðarland sem bændur á ákveðnu svæði nota sameiginlega sem sumarhaga handa búfé. Stóð : Ótamin hross eða hrossahópur í haga eða á fjalli. Stóðréttir : Réttir þar sem hestum er smalað. 25 Að draga í dilka : Kindur eru dregnar í dilka í réttum, dilkar eru hólfin sem hver bóndi hefur til umráða og þangað eru kindurnar settar á meðan verið að koma öllum á sinn stað. Að vera fjárglögg/ur : Að vera dugleg/ur að þekkja féð sitt frá öðrum kindum. Sumrungar : Lamb sem er fætt eftir venjulegan sauðburð. Að bera (borið) : Þegar ær er að bera þá er hún að fæða lamb. Afvelta : Þegar kind er afvelta hefur hún af einhverjum völdum fallið á bakið og tekst ekki að komast á fætur aftur, stundum festast þær á milli þúfna. 26 Kvígukálfur : Kvenkyns kálfur. 27 Ofbeit : Þegar búfénaði er beitt á ákveðið svæði of lengi eða of mikið þannig að gróðurinn nær ekki að endurnýjast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=