Heimur í hendi - Sveitin

30 Orðskýringar 3 Kappmella : Ákveðin tegund af saumasporum, nokkurs konar lykkja. Burðargel : Gel sem sett er á hendurnar þegar aðstoða þarf ær sem eru að bera. Broddmjólk : Fyrsta mjólkin sem kemur eftir að lambið er fætt. Magaslanga : Slanga sem liggur úr munni og í magann svo hægt sé að gefa lambinu næringu. 4 Búfénaður : Er yfirheiti á dýrum sem bændur rækta; þetta geta verið kindur, kýr, hestar, geitur og svín. Lögbýli : Sjálfstæð bújörð sem hefur ákveðið verðgildi og er staðfest í opinberum gögnum. Aðbúnaður : Hvernig hugsað er um dýrin, húsin og umhverfið þar sem dýrin eru geymd. 5 Gripur : Er eitt dýr í hópi t.d. nautgripa eða sauðfé. Afskekkt : Staður sem er langt frá öðrum stöðum og erfitt að komast þangað. Skæður : Hættulegur. 6 Víghestur : Hestur sem er taminn til að slást í hestaati. Þingmannaleið : Mælieining á vegalengd sem notuð var fyrr á tímum og er um 37,5 km. 7 Að vera vel í stakk búin/n : Að vera vel gerð/ur. Dreifbýli : Staðir á landsbyggðinni þar sem langt er á milli húsa t.d. á milli sveitabæja. Þéttbýli : Staðir þar sem fólk býr í byggð t.d. í þorpum, bæjum og borgum. Gullsígildi : Mjög verðmætt. 8 Mannýgur : Naut eða hrútar sem vilja ráðast á fólk og stanga eru mannýgir. Viðskotaillur : Önugur, pirraður. Dreifar : Heyið sem verður eftir þegar búið er að raka túnin með rekstrarvélum. 9 Skilvinda : Tæki sem notað er til að skilja að rjóma og áfir; hringlaga tæki sem snýst og rjóminn leitar út til hliðanna og skilst þannig frá mjólkinni. Stálpuð/stálpaður : Hálfvaxin/n, ekki lengur smábarn (10–14 ára). 10 Kollótt kind : Kind með engin horn. Að rétta úr kútnum : Að jafna sig. 11 Gefið á garða : Fénu gefið að éta inni í fjárhúsi. Fengitími : Sá tími árs sem dýr eru tilbúin til mökunar og hrútum er hleypt til ánna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=