Heimur í hendi - Sveitin

28 Spurningar og verkefni 8. Ræddu við einhvern sem kominn er yfir sextugt. Hvernig var lífið þegar viðmælandi þinn var á aldur við þig? Leikir, störf, gæludýr, klæðnaður o.fl. sem þig langar að fræðast um. Gerðu hugarkort og kynntu verkefnið þitt fyrir bekkjarfélögum. 9. Skrifaðu niður einn leik sem viðmælandi þinn sagði þér frá. Kynntu hann fyrir bekkjarfélögum þínum. 1. Búðu til krossglímu úr orðinu sveitalíf. 2. Botnaðu eftirfarandi fyrripart: Þegar knapinn skellti á skeið, skaust þá fugl úr móa. 3. Finndu eins mörg samheiti og þú getur yfir orðið hestur. Skrifaðu setningar þar sem samheitin koma fyrir. 4. Settu eftirfarandi orðtök í setningar. Tengdu setningarnar við daglegt líf þitt. a. að leiða saman hesta sína b. að vera ekki af baki dottinn c. að leika lausum hala d. að vera ekkert lamb að leika sér við e. að hamast eins og naut í flagi f. að vera eins og villuráfandi sauður 5. Finndu eins mörg orð og þú getur úr orðinu nautgriparækt . 6. Finndu 5-10 orð úr bókinni sem þú skilur ekki. Finndu þýðingu þeirra í orðabók eða orðskýringum hér að aftan. 7. Paravinna. Skiptist á og veljið erfið orð úr bókinni sem þið skrifið á miða. Bekkurinn safnar öllum miðum í orðaskjóðu sem hengd er á vegg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=