Heimur í hendi - Sveitin

27 Náttúran og umhverfið Til að getað passað upp á náttúruna, verndað hana, rann- sakað og nýtt verða menn að skilja íslenska náttúru. Það eru margir þættir sem geta haft áhrif á jarðveginn. Má þar nefna veður, vindar og vatn, eldgos og ofbeit. Mikilvægt að hugsa vel um náttúruna, og græða upp þar sem hægt er. Margir rækta skóga og í framtíðinni verður hægt að vinna ýmsar afurðir úr trjánum. Þá þarf ekki að flytja eins mikið timbur inn frá öðrum löndum. Lúpínan og melgresið hafa líka verið notuð til að rækta upp svæði. Ótal sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í að græða landið og margir Íslendingar hafa hlotið verðlaun fyrir landgræðslu. Íslenskir bændur lifa og starfa í nánum tengslum við náttúruna og er umhugað um hana. Samvinnuverkefni er á milli bænda og Landgræðslunnar. Verkefnið nefnist Bændur græða landið. Bændurnir nota tilbúinn áburð og grasfræ en einnig húsdýraáburð og gamalt hey til að græða landið upp. Þegar hey er notað vex íslenskur gróður upp þar sem heyið er sett. Bændurnir leggja til vélar sínar og tæki en Landgræðslan tekur þátt í að kaupa fræ og áburð og gefa góð ráð. Nokkur hundruð bændur taka þátt í verkefninu og leggja til óteljandi vinnustundir víða um land. Þannig hjálpast menn að við að stöðva jarðvegseyðingu og breyta ógrónu eða illa förnu landi í gróið land.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=