Heimur í hendi - Sveitin

26 Hvað á dýrið að heita? Á Íslandi eru margir dýraeigendur bæði í þéttbýli og dreif- býli. Nöfn dýra eru mismunandi eftir því um hvaða tegund er að ræða. Hundur Gunnars á Hlíðarenda hét Sámur og er það nafn enn notað á hunda. Öll dýr hafa sín sérkenni og oft fá þau nöfn eftir lit, útliti, náttúrunni, veðurfari eða skapgerð. Önnur fá fuglanöfn, blómanöfn, fjallanöfn, nöfn úr goðafræði eða eftir stöðum sem dýrin eru frá. Samnöfn verða að sérnöfnum í nótt>Nótt, krummi>Krummi og lýsingarorð einnig; hýrleit>Hýrleit; glaður>Glaður. Margir bændur hafa ákveðin kerfi þegar nöfn eru gefin. Til dæmist gæti ær eða kýr fengið fuglanafnið Rjúpa. Afkomendur þeirra fá þá einnig fuglanöfn. Hrútur gæti heitið Raftur og synir hans Lurkur, Kvistur eða Sproti. Ef búfé hefur tvo liti t.d. hvítan og svartan lit þá er sá litur á hesti kallaður skjóttur, á nautum er hann skjöldóttur og á kindum flekkóttur. Þá gætu nöfnin Skjóni, Skjalda og Flekka orðið til. Kettir eru bröndóttir en einnig kýr. Þar gæti nafnið Branda verið á báðum tegundum. Kvígukálfur sem fæðist í júlí gæti fengið nafnið Júlía. Möguleikarnir eru endalausir og hugmyndaflug dýraeigenda óþrjótandi. Gamalkunn, hefðbundin hestanöfn eru mörg, s.s.: Sörli, Fluga, Blakkur. Oft vísa nöfn til litar hestsins s.s.: Eldur, Frosti, Dimma, Börkur. Þessi nöfn gætu reyndar líka verið á hrútum eða nautum. Kvistur Elding Gulur snati Branda Eldur Raftur Skjóni skjalda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=