Heimur í hendi - Sveitin

25 Fjárréttir á Íslandi skipta hundruðum. Í fjárréttum er oft mikill hamagangur eins og í stóðréttunum. Féð er dregið í dilka eins og gert hefur verið um aldir. Hver gripur er merktur eigenda sínum með marki og bæjarmerki. Þeim sem ekki eru vanir kindum finnst þær ósköp líkar á svipinn. Það er alls ekki svo. Margir bændur þekkja allar sínar kindur og geta rakið ættir þeirra. Þeir eru sagðir fjárglöggir. Bændur þekkja kindurnar sínar á mörkunum sem eru klippt í eyru lambanna. Hver bóndi á sitt mark sem hægt er að finna í markaskrá. Ákveðnar reglur gilda um hvernig mark er lesið af eyrum. Á haustin hafa lömbin stækkað mikið og breyst. Stundum kemur fyrir að ær komi með sumrunga til réttar. Þær hafa þá borið eftir að þeim var sleppt á fjall og lömbin því ómörkuð og ómerkt. Oftast er þó hægt að finna út hvaða ær eiga lömbin og koma þeim til réttra eigenda. Hross eru enn mikilvæg í smalamennsku þar sem hægt er að koma þeim um og góðir hundar nauðsynlegir. Border Collie fjárhundar eru gjarnan þjálfaðir til að sækja kindur og koma þeim til smalans. Þeir spara mönnum mörg sporin. Sumir nota fjórhjól þar sem hægt er. Kindur geta verið séðar og reyna oft að snúa á smalann. Aðrar gefast upp, eru fótaveikar eða hafa farið afvelta. Því þarf oft að fara aftur seinna til að ná þessum eftirlegukindum. Í landbúnaði er farið að nota flygildi eða dróna til þess að fylgjast með búfé, leita kinda og auðvelda smölun. Ef til vill verður fljótlega kominn á markað dróni með hitavél sem auðveldar leit að fé sem hefur fennt eða dróni sem geltir. Hver veit? Ljótur, Sóti, Léttfeti, langi Rauður, Grani, Bleikur, Gulur, Gráskjóni, Gráni, Penni, Mani. Úr bókinni Hrímfaxi, eftir Hermann Pálsson, Eyrnamörk og markaheiti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=