Heimur í hendi - Sveitin
24 Réttir og leitir Frá upphafi byggðar á Íslandi hefur hrossum verið beitt á afrétti eins og nautgripum og sauðfé. Nú er það ekki eins algengt. Það er aðeins á Norðurlandi sem hross eru rekin á afrétt. Mörgum hestamönnum og hrossarækendum finnst mikilvægt fyrir íslenska hestinn að alast upp í stóði, frjáls í úthaganum. Þannig hefur hann alist upp frá ómuna tíð. Eftir að afréttarhross hafa gengið frjáls í náttúru landsins um nokkurra vikna skeið er þeim smalað í réttir. Telja margir hestamenn stóðréttir eina af hápunktum ársins. Helstu stóðréttir eru í Húnavatnssýslum, Skagafirði og Eyja- firði og verða æ vinsælli meðal erlendra ferðamanna sem vilja sjá íslenska hestinn í landinu þar sem uppruni hans er. Íslendingum sem vilja fylgjast með stóðréttarmenningunni fjölgar ár frá ári enda bæði líf og fjör í réttunum og mikil átök þegar fanga þarf hrossin. Laufskálarétt í Skagafirði er ein vinsælasta stóðrétt landsins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=