Heimur í hendi - Sveitin

23 Úr verknámsbók nemenda 16. MAÍ – LAUGARDAGUR 10 °C og 8 m/s Eftir morgunfjós og fram að kvöldfjósi var ég að vinna í sæðingaáætluninni og tókst að klára hana, sem var mikill léttir. Það var ein kýr að bera þegar við komum út í fjós í kvöldmjaltir. Kálfurinn var á hvolfi og komst ekki aftur í grindina. Óskar reyndi að snúa kálfinum en ekkert gekk þannig að ákvörðun var tekin um að koma honum í heiminn á hvolfi. Illa gekk að koma bandi aftur fyrir hausinn á kálfinum en það hafðist á endanum og þá var bara að toga. Við toguðum heillengi og fast og á endanum kom kálfurinn í heiminn. Það var rauðskjöldótt kvíga, hún var ekki mjög lífleg þegar hún loksins kom í heiminn en braggaðist þó fljótt. 4. JÚNÍ – FIMMTUDAGUR 11 °C 5m/s Milli mjalta var ég í plægingum, einnig eftir kvöldfjós og fram að miðnætti. Þá var plægingum loksins lokið. Fannst mér virkilega gaman að plægja og ánægð með að mér skuli hafa verið treyst fyrir því verki. 7. JÚNÍ – SUNNUDAGUR 9 °C 7m/s Eftir morgunkaffið fórum við Óskar að stilla sáðvélina, hann kenndi mér að stilla hana. Það gekk brösuglega hjá okkur að stilla en hafðist á endanum með mikilli þolinmæði. Þetta var ný sáðvél sem Óskar hafði ekki prófað áður þannig að þetta tók dálítið lengri tíma en hefði átt að gera. Við fórum síðan og sáðum saman í eitt flag, svo fór ég sjálf og sáði í tvö flög. Rakel Ösp Elvarsdóttir Á Íslandi eru tveir búnaðarskólar. Háskólinn á Hólum í Hjaltadal og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri í Borgarfirði. Þar er hægt að stunda fjölbreytt nám sem tengist búskap. Þar er hægt að læra að verða t.d. búfræðingur, blómaskreytir, garðyrkjufræðingur, hrossaræktandi, skógfræðingur eða skipulagsfræðingur nú eða lært ferðaþjónustu. Þetta er þó aðeins brot af því sem hægt er að læra. Hvað skyldi nemendur í búnaðarskóla segja um námið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=