Heimur í hendi - Sveitin
22 Vissir þú að á Hólum í Hjaltadal er Sögusetur íslenska hestsins? Úr BÚFRÆÐINGNUM blaði útskriftarnemenda við Landbúnaðarháskólann 2016 Aðalheiður Björt Unnarsdóttir Egilsstaðir Fljótsdalshérað Af hverju valdir þú búfræðinámið? Af því mig langaði til að fræðast meira um það sem ég hef hvað mestan áhuga á. Hvert fórstu í verknám og hvað er eftirminnilegast úr því? Heydalsá á Ströndum. Eftirminnilegast er líklegast fyrsta daginn þegar ég fór að moka út úr hænsnakofanum með…bónda, hann kúgaðist og kúgaðist og það eina sem ég hugsaði var „hvað í fjandanum er ég búin að koma mér út í?“en það rættist úr þessu öllu saman og ég lærði alveg helling og er ótrúlega þakklát fyrir að fá tækifæri til að læra af svo metnaðarfullum aðilum. Hvað tekur við eftir nám? Stefnan tekin á búvísindin í haust. Draumurinn er að búa með…? Sauðfé, að sjálfsögðu! Hefur námið hér breytt viðhorfi þínu til landbúnaðar? Já algjörlega. Alltaf að sannfærast meira og meira um það hversu mikilvægur hann er fyrir okkur öll. Hvert er eftirminnilegasta atvikið? Held það sé þegar fyrrverandi bekkjarsystir okkar, rölti með kjólinn girtan ofan í sokkabuxurnar fyrir framan allan bekkinn. Sá föstudagur er reyndar allur mjög eftirminnilegur ............. (BÚFRÆÐINGURINN 2016) Hólar í Hjaltadal
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=