Heimur í hendi - Sveitin

Heimavistarskólar fyrir krakka á grunnskólaaldri er liðin tíð. Skóla- bílar flytja krakka úr dreifbýlinu í skóla á morgnana og heim aftur þegar honum lýkur. Ég var í heimavist á Kirkjubæjarklaustri. Þá var ekki verið að keyra krakkana á milli í skólabílnum eins og nú er gert, heldur vorum við í heimavist á Klaustri fimm daga í viku. Þetta voru erfiðir vetur fyrir mig… Auðvitað var stundum gaman en ég var með hræðilega heimþrá og mér leið oft illa…Það gat kostað tilfæringar að koma mér til og frá heimavistinni á Klaustri um helgar. Snjómokstur þá var með öðrum hætti en hann er núna… Hér var ekki snjósleði eða bíll af því tagi sem hefði auðveldað samgöngur í snjóþyngslum. (Heiða fjalldalabóndinn) Torfi fór snemma að vinna á búi foreldra sinna enda mjög vinnusamur drengur. Hann varð smali 10 vetra. Þegar hann komst betur á legg, varð hann aðalfyrirvinna heimilisins. Faðir hans missti heilsuna og heimilið var ekki mjög efnum búið. Frændi Torfa bjó góðu búi á Þingeyrum. Þangað fór hann í vinnumennsku þótt foreldrar hans gætu varla misst hann að heiman. Töldu þau það betra fyrir hann því hann var mjög efni- legur. Á Þingeyrum kynntist Torfi konu sinni Guðlaugu Zakkaríasdóttur sem var þar vinnukona. Stýrði hún heimili þeirra í Ólafsdal af skörungsskap enda mannmargt heimili og gestkvæmt. 21 Nú er skólaskyldan níu mánuðir. Öllum börnum á Íslandi er tryggður réttur til að ganga í skóla hvar sem þau búa. Þegar krakkar ljúka grunnskóla er margt hægt að læra, allt eftir því hver áhuginn og framtíðaráformin eru. Því er ekki lengur sjálfgefið að börn sem alast upp í sveit taki við búi og gerist bændur. Stundum eiga líka börn sem búa í þéttbýli þann draum að búa í sveit og láta þann draum rætast þegar þau verða fullorðin. Fyrsti búnaðarskólinn á Íslandi var stofnaður í Ólafsdal árið 1880 og náms- tíminn var tvö ár. Fimm ungir menn hófu þar nám en þá tíðkaðist ekki að ungar stúlkur færu í búnaðarskóla eða aðra skóla. Seinna bættust fleiri bún- aðarskólar við víðar um landið. Fyrsti skólastjórinn var Torfi Bjarnason. Fór hann til Skotlands fyrstur Íslendinga til að læra jarðrækt. Getur þú fundið hvar Ólafsdalur er á landinu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=