Heimur í hendi - Sveitin

18 Búskapur er enn heyskapur en miklar framfarir hafa orðið á öllum sviðum á stuttum tíma. Nútímabúskapur er orðinn tæknivæddur og tölvustýrðar vélar vinna mörg störf. Bænd- ur eru ekki líkt því eins háðir veðurfari og áður þegar mest allt hey var þurrkað. Það sem áður tók marga menn í marga daga gerir nú einn maður á nokkrum klukkutímum. Áfram er þó lögð nótt við dag í íslenskum sveitum þegar veður er gott til heyskapar eða þegar rigning er í vændum. Heiða við slátt Svokallaður rúlluheyskapur er algengastur á Íslandi. Ein kind étur um það bil eina rúllu yfir veturinn en einn nautgripur um 20 rúllur. „Ég er aðeins komin á veg með heyskapinn heima á Ljótarstöðum, búin að rúlla 50 rúllur... Jesús minn hér flýgur upp önd! Ég vona að ég hafi ekki keyrt yfir hreiðrið. Nei, það slapp. Það eru átta egg í hreiðrinu. Það er allt fullt af fuglum hérna. Ég hef ekki við að bera hrossagauksunga úr slægjunni... Sumarið er magnaður árstími, með gróandanum, birtunni. En ég hef ekki tíma til að velta mér upp úr dögginni... Á sumrin er ég reyndar mikið innan húss, í húsinu á traktornum. Ég er alin upp á traktor. Á bremsulausum Massey Ferguson. Hann var auðvitað húslaus þannig að ég var undir berum himni...fékk sólarljósið beint í æð...Ég er á Valtra A 95 árgerð 2007. ...Hann er aðaltraktorinn og notaður í allt nema að snúa heyinu...í það nota ég hinn traktorinn minn; Massey Ferguson 165 árgerð 1974... „Ég náði nokkurra tíma svefni, var búin að slá um hálfeittleytið í nótt, keyrði svo eina trússferð fyrir Ferðafélagið í morgun og var komin hingað aftur á hádegi til að snúa. Það þýddi ekki fyrr því það rigndi í morgun...Þetta er gott gras og alveg hellingshey. Ég næ líklega um 200 rúllum...Þetta er mjög dýr heyskapur, því ég þarf að drösla traktornum fram og aftur alla þessa leið og það er olíufrekt...Það þarf að skipuleggja heyskap í svona mikilli fjarlægð mjög vel. Það þarf að koma tækjunum á milli í réttri röð; sláttuvél, heyþyrlu, rakstrarvél, rúlluvél.”

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=