Heimur í hendi - Sveitin

Tæki og tól „Búskapur er heyskapur“ segja bændur gjarnan og eru það orð að sönnu. Fyrsta búskapartilraun á landinu mistókst en hana gerði Flóki Vilgerðarson sem kallaður var Hrafna- Flóki. Settist hann að í Vatnsfirði við Breiðafjörð með fólk sitt og fénað. Hann og menn hans stunduðu eingöngu veiðar í ánni en hugsuðu ekki um að heyja fyrir veturinn. Allur búfénaður Flóka drapst um veturinn. Sláttuvélar sem hestar drógu tóku við af orfi og ljá en útbreiðsla þeirra gekk hægt vegna þess að túnin voru mjög óslétt og mikið um þúfur. Tún voru sléttuð með handafli alveg fram á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Þetta var sein- leg vinna. Menn heyjuðu engjar og mýrar og hvar sem gras var að fá. Það hey er kallað úthey sem er heyjað í úthaga. Allir sem vettlingi gátu valdið unnu við heyskapinn. Smám saman komu ný og betri tæki sem léttu heyskapinn s.s. sláttuvélar, rakstrarvélar, snúningsvélar og múgavélar sem hestar drógu. Svo kom dráttarvélin. Sú fyrsta var flutt inn 1918 og um 1920 voru þær orðnar 300 og 3000 um 1940. Geturðu ímyndað þér hvað dráttarvélar eru margar á Íslandi í dag? Illa bítur enn hjá mér eggin slítur stráin grasið þrýtur, gaman þver grjótið brýtur ljáinn Gamall húsgangur* 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=