Heimur í hendi - Sveitin

Leikir barna Leikir eru hluti af íslenskri menningu og flytjast á milli kyn- slóða. Sumir leikir lifa góðu lífi á meðan aðrir gleymast eftir því sem þjóðfélagið breytist. Sjónvarpið hóf útsendingar á Íslandi 30. september 1966. Fram að þeim tíma sáu börn sjálf um að hafa ofan af fyrir sér með fjölbreyttum leikjum bæði úti og inni. Leikir þeirra voru því oft öðruvísi en leikir barna í dag. Margt er þó líkt. Gjarnan voru stórir systkinahópar í sveitunum og útileikir vinsælir allan ársins hring. Á sumrin tíðkuðust ýmsir leikir í náttúrunni. Börn gleymdu sér við lítinn læk, við drullukökubakstur, í fjörunni, í hornabúi eða spennandi feluleikjum í myrkrinu á haustin. Þá voru hóp- leikir með bolta og eltingaleikir af ýmsu tagi mjög vinsælir. Ekki þótti sjálfsagt fyrir nokkrum áratugum að börn ættu reiðhjól. Á veturna var snjórinn uppspretta margra leikja eins og hann er enn í dag. Ekki var þó sjálfgefið að allir ættu snjóbuxur eða vatnsheldan fatnað. Prjónafötin sem börn klæddust gjarnan innanundir voru þá ómissandi klæðnaður. Margir þessara leikja eru enn vinsælir. Krakkar í sveit hafa mikið frelsi til leikja á rúmgóðu leiksvæði. Um leið þurfa þeir að læra að varast hætturnar í umhverfinu. Skurðir, lækir, rúllustæður, vélar o.fl. geta verið slysagildrur ef varúðar er ekki gætt. 16

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=