Heimur í hendi - Sveitin

15 kynslóðin þar á undan þurfti að vakta ærnar allan sólar- hringinn án þess að hýsa þær. Smali hafði ákveðin fyrir- mæli sem hann varð að fara eftir því ekki mátti týna neinni kind. Stundum áttu smalar bága ævi. Það er liðin tíð að börn séu send í sveit til að vinna líkt og smalinn forðum. Keyrði traktor 10 ára Anna var fædd 1940. Hún var bara 10 ára þegar pabbi hennar sendi hana eina á traktor til að snúa í heyi. Þá var traktorinn nýkominn á bæinn. Slóðinn að túninu var mjög slæmur og langt að fara. Pabbi hennar sagði nákvæmlega hvernig og hvar hún þyrfti að gæta sín. Alltaf komst hún klakklaust fram og til baka. Á veturna fór hún stundum ein í fjárhúsin til að láta kindurnar út og gefa þeim áður en hún fór í skólann sem var á öðrum sveitabæ hinum megin í firðinum. Þangað gengu þau systkinin fram og til baka á hverjum degi. Skólinn var í um 6 mánuði í þá daga. Einu sinni neitaði hún að fara í skólann þegar átti að baða kindurnar en það var gert annað hvert ár. Hún settist út á hól og sagði að það þyrfti einhver að hjálpa til. Daginn eftir fékk hún skammir hjá kennaranum fyrir að hafa ekki mætt í skólann. Aðaláhugamál Önnu voru dýrin og störfin á bænum svo og náttúran í kring. Nútíma sveitakrakkar Lísa og Logi eru 13 ára tvíburar og búa í sveit. Foreldrar þeirra vinna bæði utan heimilis. Afi þeirra og amma eru bændur á jörðinni og búa aðallega með kýr en einnig kindur og hesta. Þau systkin eru liðtæk við búskapinn og aðstoða afa sinn og ömmu við mörg verk um helgar og í fríum. Fjósið er tæknivætt. Þar er mjaltaþjónn og sjálfvirkt fóðurkerfi. Kýrnar ganga lausar og fara sjálfar í mjaltaþjóninn en fylgst er með í tölvu hvort þær koma í mjaltir. Sum svæði í fjósinu er hægt að hreinsa með róbóta. Úr honum sprautast vatn um leið og hann keyrir um. Að öðrum svæðum kemst róbótinn ekki, t.d. í básana þar sem kýrnar leggjast. Þar þarf að hreinsa með reku eða sköfu og síðan þarf að bera sag í básana. Oft kemur í hlut tvíburanna að hreinsa básana og sækja kýr sem ekki skila sér í mjaltir. Verkin eru mörg og misjöfn með öll þessi dýr. Lísa og Logi eru farin að keyra traktor, snúa í heyinu og raka í garða áður en það er sett í rúllur. Það þarf að moka hesthúsin, brynna, smala, gefa dýrunum, líta eftir á sauðburði, gefa lömbum og kálfum mjólk, aðstoða við að marka, ríða út, kemba hestum, gera við vélar, smíða o.m.fl . Lísu finnst skemmtilegra að sinna hestunum og kindunum en Loga finnst kýrnar áhugaverðari. Hann hefur einnig áhuga á motorcross, fjórhjólum, vélaviðgerðum, tölvum og tónlist. Lísa er meira fyrir hesta og kindur. Hún hefur mikinn áhuga á fjárræktinni hjá afa sínum en einnig tónlist, fimleikum og útivist. Þau eru bæði í tónlistarskóla á veturna. „Við gengum í öll störf saman foreldrar okkar og systrahópurinn. Pabbi var sniðugur að útbýta verkefnum og hafði okkur alltaf með sér. Hann var alveg magnaður með þetta. Tók okkur til dæmis með á snjóþotu upp í fjárhús þegar við vorum litlar – þangað til við fórum að geta bambrað sjálfar.” (Heiða fjalldalabóndinn) 10. október 2018 Miðvikudagur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=