Heimur í hendi - Sveitin

14 Krakkar í sveit Sveitakrakkar venjast því kornung að vera með foreldrum sínum við vinnu á búunum. Þeir taka þátt í störfunum eftir því sem aldur og þroski leyfa. Þannig læra krakkarnir snemma að vinna og bera ábyrgð á því sem þeim er treyst fyrir. Búin eru fyrirtæki fjölskyldunnar og störfin þarf að vinna alla daga ársins. Það fer svo eftir búunum sem krakk- arnir eiga heim á, hvaða störf þeir vinna. Það getur tengst ferðaþjónustu, blómarækt eða svínarækt. Eitt er öruggt að alltaf er nóg að gera og margar hendur vinna létt verk. Áhugamál krakka í sveitum er misjöfn eins og annarra íslenskra barna. Oft tengjast áhugamálin líka vinnu við dýrin, vélarnar eða tölvustýrðu tækin. Lífsbaráttan hörð Fyrr á öldum lá í raun ekkert annað fyrir börnum en að taka við búi af foreldrum sínum ef þau á annað borð áttu bú. Drengir urðu bændur en stúlkur húsmæður. Nú er öldin önnur. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi var fæddur 1901 og segir hann svona frá lífi sínu árið 1910. „…lífsbaráttan var hörð og börnin urðu að fara að vinna fyrir sér, svo fljótt sem þau gátu nokkuð;…ég var ekki nema á tíunda ári þegar bóndi sem byrjað hafði búskap um vorið, vantaði smala og falaðist eftir mér. Ekki langaði mig að heiman en ég skildi og vissi að þess var þörf að enginn lægi á liði sínu svo ég samþykkti fúslega að fara með honum. … Fært hafði verið frá 47 ám um sumarið og fengin stór og stæðileg stelpa úr Seyðisfirði til að vera smali, en þegar hún þurfti að vera ein, fjarri bæ og öllu fólki, hjaðnaði heldur kjarkurinn svo hún kom háskælandi frá ánum þegar minnst varði…Stúlkan sem var á fjórtandi ári…starði undrandi og stórum augum á þetta mítur sem komið var að leysa hana af hólmi. Daginn eftir fór hún með mér í fyrstu yfirsetuna til þess að kynna mér smalaslóðirnar…. Einveran, sem mörgum smala þótti einna verst, var mér engin grýla, ég gaf gaum að jurtum, fuglum og mörgu fleiru, en hnífurinn minn og hundurinn ágæti og skynsami voru mér drýgstir til afþreyingar.” Vinnutími hins unga smala þetta sumar 1910 var frá því um níu leytið á morgnana til kl. 1 að nóttu. Smalar af næstu kynslóð á undan honum tóku við fénu kl. 6 á morgnana og FRÉTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=