Heimur í hendi - Sveitin

12 Ritstjóri Herðubreiðar 29/12/2015 Hélstu að rolla væri bara rolla? Ekki aldeilis. Íslenska forystuféð er einstakt í veröldinni Nýjar rannsóknir staðfesta það sem bændur hafa lengi talið sig vita, að íslenskt forystufé er sérstakur fjárstofn og hefur eiginleika sem hvergi finnast í kindum annars staðar. Með hugtakinu forystufé er átt við þær kindur, sem sjálfkrafa og af eðlisávísun taka forystu fyrir kindahópum og leiða þá öruggustu og bestu leiðina heim eða frá aðsteðjandi hættu. Slíkt fé hefur verið hér frá landnámi og hefur víða verið markvisst ræktað til að sinna þessu hlutverki. Í Jónsbók , sem var lögtekin seint á þrettándu öld, voru forystusauðir taldir metfé og var svo löngum síðan. Af forystufé, einstökum hæfileikum þess, afrekum og greind, er til fjöldi frásagna. Frægastur forystusauða er vafalítið Eitill í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, sem fylgir Fjalla-Bensa og hundinum Leó í eftirleitum á öræfum norðaustanlands. Slíkar frásagnir hafa vísindalegar rannsóknir nú staðfest. Fjalla-Bensi Benedikt Sigurjónsson hét sauðamaður í Mývatnssveit. Fór hann ár eftir ár til fjalla, á aðventunni, í leit að eftirlegukindum. Af þessu fékk hann nafnið Fjalla-Bensi. Átti hann forystusauðinn Eitil og hundinn Leó. Hafði Bensi þessa vini sína með sér á ferðum sínum sér til aðstoðar. Eitil notaði hann til að fara á undan fé sem hann fann, troða slóð og leiða það í rétta átt. Lentu vinirnir oft í hrakn- ingum við eftirleitir. Óbyggðasetur er á Egilsstöðum í Fljótsdal. Þar er hægt að fræðast um þá félaga þar sem þeir dvöldu dögum saman í holu sinni á Mývatnsöræfum þegar veðrið var sem verst. Skáldsagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson rithöfund er byggð á ferðum Benedikts, Eitils og Leós.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=