Heimur í hendi - Sveitin

11 Á veturna er féð haft í fjárhúsum en fær þó að fara út við og við. Sumar kindur liggja við opið, þ.e. þær hafa frelsi til að vera úti þegar þær vilja. Fjárhúsin voru áður úr torfi og grjóti en nú nota bændur annað byggingarefni. Þó eru torfhús víða uppistandandi og vel við haldið enda líður kindum mjög vel í þessum gömlu húsum ef þau eru þurr og þokkaleg. Í margar aldir hafa bændur gefið heyið á garða og raða kindurnar sér báðum megin við garðann til að éta. Þær eiga sér oft uppáhaldsstað við garðann. Enn gefa margir bændur heyið á garða en nota einnig aðrar aðferðir til að létta sér vinnuna. Sem dæmi má nefna að í staðinn fyrir að skammta kindunum hey tvisvar á dag á garða, setja þeir heyrúllur í svokallaðar gjafagrindur. Þær eru af ýmsum gerðum og geta verið inni í fjárhúsum en einnig úti. Þá fær féð sér sjálft að éta þegar það vill og þegar allt er orðið tómt eru nýjar rúllur gefnar. Bændur hugsa heilmikið um að rækta fé sitt. Þeir vilja að féð sé frjósamt og að ærnar mjólki vel. Þeir huga að þykkt vöðvanna og gerð ullarinnar. Til að bæta bústofninn geta bændur keypt lömb frá öðrum bændum á ákveðnum svæðum á landinu. Á fengitímanum geta þeir einnig keypt sæði úr bestu hrútum landsins sem eru á sæðingar- stöðvum. Hrútasæðið er flutt með áætlunarflugvélum og ærnar sæddar samdægurs. Gefið á garða Gjafagrind Íslenska ullin þykir góð og hentar vel í fallegar lopapeysur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=