Heimur í hendi - Sveitin

10 Íslenska sauðféð Íslenska sauðféð Íslenska sauðféð er komið af svokölluðu stuttrófufé og er talið að það hafi verið flutt hingað frá Noregi. Það er annað hvort kollótt eða hyrnt. Hvítar kindur eru algengastar því hvíta ullin er verðmest. Fé sem hefur aðra liti s.s. svart, mórautt, grátt eða grámórótt kallast mislitt. Margir halda upp á mislita féð og þess vegna hefur þeim stofni ekki verið útrýmt á Íslandi eins og víða í öðrum löndum. Sauðféð getur haft alls konar litasamsetningu, s.s. botnótt, golsótt (goltótt), mögótt, flekkótt, leistótt o.fl. Oft velja krakkar sér mislitar kindur til eignar því þeim finnst þær fallegastar og svo er auðveldara að þekkja þær frá öðrum kindum. Íslendingar urðu að nýta allt af kindinni til að lifa af. Hornin og leggirnir voru notuð í ýmsa hluti svo og í leikföng. Oft voru veturnir langir og harðir. Sjúkdómar og eldgos áttu sinn þátt í að fækka búfé svo um munaði fyrr á öldum. Íslenska sauðkindin er harðger skepna og alltaf náði stofninn að rétta úr kútnum þegar betur áraði. Forystufé er létt á fæti, hávaxið og grannholda. Fætur eru háir en nettir og það er kvikt í hreyfingum. Augun eru stór og greindarleg og oft dekkri en í öðru fé. Forystukindur eru reistar og varar um sig. Það er hyrnt og yfirleitt mislitt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=