Heimur í hendi - Sveitin

Þær mjólka einnig meira en þekktist á öldum áður. Frá því um landnám og langt fram á síðustu öld voru kýr hand- mjólkaðar. Mörg heimili í þéttbýli voru með kýr, stundum eina, stundum fleiri. Þær sáu heimilunum fyrir mjólkur- vörum. Árið 1905 höfðu 5% Reykvíkinga aðalatvinnu af búskap og þeir bæjarbúar sem ekki áttu kýr keyptu mjólk af þeim. Börn sóttu kýrnar í haga og aðstoðuðu við mjaltir. Skilvindur, þar sem mjólk var skilin sundur í undanrennu og rjóma og handsnúnir strokkar til að búa til smjör, komu á heimili þar sem unnið var úr mjólkinni. Mikil vinnuhagræðing var af þessum tækjum og voru þau notuð lengi fram eftir 20. öldinni. Margur stálpaður krakkinn fékk það hlutverk að snúa þessum heimilis- tækjum. Nú standa börn ekki lengur við að snúa skilvindu eða smjörstrokk til að fá undanrennu, rjóma eða smjör. Nýjasta tæknin við mjaltir felst í mjalta- þjónum. Það eru sjálfvirkar vélar sem mjólka kýrnar. Þá ganga kýr lausar í fjós- unum og geta farið í mjaltaþjóninn þegar þær vilja. Þar les tölva númer kýrinnar og skammtar henni kjarnfóðrið eftir upp- lýsingum úr tölvum í fjósinu. Með tilkomu mjaltaþjóna fara kýr oftar í mjaltir og mjólkin eykst í kúnum. Yfirleitt er einn til tveir mjaltaþjónar á búi en dæmi er um þrjá til fjóra. Vissir þú að árið 1929 fluttu Íslendingar inn 7 sauðnautskálfa frá Grænlandi? Sauðnautin voru fyrst höfð til sýnis á Austurvelli í Reykjavík. Þessir kálfar lifðu ekki lengi og drápust allir nema einn. Árið eftir voru 7 aðrir kálfar fluttir frá Noregi. Á endanum drápust öll sauðnautin það síðasta árið 1931 svo þau urðu ekki langlíf hér. Skilvinda Mjaltaþjónn 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=