Una söng og trallaði og sveiflaði fötunni í kringum sig. Ævar setti sína fötu á hausinn svo hann sá ekkert hvert hann var að fara. Una þurfti að taka í höndina á honum og teyma hann áfram. Honum fannst það alveg ágætt. Þegar þau voru komin smáspöl upp í brekkuna heyrðu þau hróp og köll að baki sér. Þarna kom þá Ási, litli bróðir Unu, á harðaspretti á eftir þeim og var líka með berjafötu. Hann ætlaði greinilega ekki að missa af neinu. 6
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=