50 Þeir flýja lengra inn í hellinn. Þar innst er hringstigi sem liggur beint upp í kolsvart myrkur. Þrjótarnir hika ekki. Þeir ryðjast upp stigann með ópum og látum. En Una er ekkert hrædd. Hún er himinlifandi. – Ási! hrópar hún. Og Mikki mús! Þið eruð æðislegir. Þið björguðuð okkur. Ævar er líka óskaplega feginn. Hann skilur samt ekki af hverju Una er að babla eitthvað um Mikka mús. En það er aukaatriði.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=