46 Til að byrja með heyrir mamma ekkert í Unu. Svo heyrast skruðningar og læti. Eftir það heyrir hún dauft hljóð í fjarska. Einhver kallar á hjálp. Getur þetta verið Una? Mamma krakkanna heldur áfram að hlusta. Nú heyrist eins og hurð sé skellt. Svo verður allt hljótt. – Strákar, segir hún við félaga sína. Þið verðið að koma með mér út eftir. Ég held kannski að eitthvað hafi komið fyrir krakkana mína í berjaferðinni. Komið þið. Fljótir! Halló, Una mín! Er nokkuð að hjá ykkur?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=