43 Ási leggur við hlustir. Þá heyrir hann Unu æpa. Og nú heyrir hann líka í Ævari. Hann æpir sömuleiðis. Þar að auki heyrast dimmar og hörkulegar karlaraddir. Ási situr stjarfur á bakinu á hrútnum og rígheldur í hornin. Hann er ráðalaus og veit ekkert hvað hann á að taka til bragðs. En Mikki mús veit alveg hvað hann á að gera. Honum líst illa á þessa óhljóðahurð í miðri brekkunni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=