40 En núna er enginn þar. Hins vegar eru þarna þrjár fötur. Ein er græn og full af berjum, önnur er blá og næstum full. En sú þriðja er rauð og galtóm. Það er fatan hans Ása. Rétt hjá berjafötunum liggur sími. Ási þekkir þennan síma. Una á hann. Í brekkunni rétt ofan við föturnar og símann sér hann að lyngið er rifið og tætt. Svo sér hann … Nei, þetta getur nú ekki verið. Eða hvað? Jú, svei mér þá! Það er hurð í brekkunni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=