38 Brátt heyrir hann aftur í Unu en nú kallar hún á hjálp. Svo verður allt hljótt. Ási hugsar sig um. Síðan festir hann bangsann sinn á annað hornið á Mikka mús. Því næst tekur hann föstu taki um bæði hornin og bröltir á bak. Hrúturinn er auðvitað alls ekki vanur því að það sitji einhver á bakinu á honum. Hann er nú ekki neinn hestur. En honum þykir vænt um Ása og vill allt fyrir hann gera. Hann myndi ekki leyfa neinum öðrum að sitja þarna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=