Svaðilför í berjamó

Una sér líka glitta í hurð! Nei, hættu nú alveg. Una tekur í húninn en dyrnar eru læstar. Hún kallar á Ævar og Ása. Hún ber að dyrum en fær ekkert svar. Hún lemur fastar á hurðina. En það gerist ekki neitt. Þá sest hún á þúfu rétt framan við hurðina og hugsar málið. Hvað á hún að gera núna? Þetta er allt svo skrítið! Að lokum ákveður hún að hringja í mömmu sína. Hana minnir reyndar að mamma hafi farið á einhvern fund í morgun. Hvaða fundur var það nú aftur? Skyldi hann vera búinn? Una tekur fram símann sinn. Eftir svolítið hik velur hún númerið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=