Svaðilför í berjamó

34 Þarna eru líka brotnar hríslur og tættur mosi. Á lynginu má víða sjá kramin ber og … bíðum nú við! Hvað liggur þarna? Jú, það er tyggjóbréf. Suss! Hver hendir svona rusli hér úti í náttúrunni? Una er stórhneyksluð. Hún hirðir bréfið og stingur því í vasann. Una rekur slóðina lengra frá læknum. Fljótlega kemur hún að brattri brekku. Þar stendur blá fata sem er næstum alveg full af berjum. Þetta hlýtur að vera fatan hans Ævars. En hvar er hann sjálfur? Og hvar er Ási? Nú er Unu hætt að standa á sama. Þetta er í meira lagi dularfullt! Það er eins og jörðin hafi gleypt strákana. Þá sér hún allt í einu eitthvað sem líkist hurðarhúni inni í lynginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=