Svaðilför í berjamó

32 SLÓÐ Una kemst léttilega yfir lækinn. Á hinum bakkanum sér hún ýmis ummerki sem hún getur spáð í. Rétt við hliðina á galtómu fötunni hans Ása eru til dæmis nokkrir þræðir úr gallabuxnaefni á steini. Þar glampar líka á eitthvað sem gæti hugsanlega verið blóð! Hmmm! Hvað hefur eiginlega gengið hér á? Hún sér fótspor í moldarflagi á bakkanum. Þar sjást nýleg spor eftir tvær gerðir af skóm. Önnur eru mun stærri en hin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=