Svaðilför í berjamó

31 Nú er Ási alveg viss. Þetta er Mikki mús, heimalningurinn frá því í fyrravor. Kominn með svona stór og flott horn. Ási er viss um að hrúturinn þekkir hann líka. Hann réttir fram höndina og klappar honum á milli hornanna. Síðast þegar Ási sá Mikka mús var hann helmingi minni. Nú er hann sko orðinn alvöru hrútur. Mikki mús missti mömmu sína þegar hann var nýborinn. Ási gaf honum mjólk úr pela fram eftir sumri og gætti hans vel. Þeir höfðu leikið sér mikið saman og skemmt sér konunglega. Það var líka Ási sem hafði gefið honum þetta nafn. Honum fannst það passa vel af því að hrúturinn er með svört eyru alveg eins og Mikki mús í Andrésblöðunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=