30 Hrúturinn hugsar málið, jórtrar dálítið meira og ýtir svo við drengnum með öðru af voldugu hornunum sínum. Ási hrekkur upp af værum svefni. Honum snarbregður þegar hann sér þessa stóru skepnu gnæfa fyrir ofan sig. Hann sprettur á fætur, skelfingu lostinn og ætlar að reka upp öskur. En … svo stansar hann og horfir betur framan í hrútinn. – Mikki mús! Ert þetta þú? spyr hann undrandi. Hann sér ekki betur en að hrúturinn kinki kolli. Að minnsta kosti hreyfir hann höfuðið upp og niður.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=