29 HRÚTUR Ási liggur steinsofandi með mjúkan mosakodda undir höfðinu. Hann hefur ekki hugmynd um að við hliðina á honum stendur stór og stæðilegur hrútur. Hann er með mikil og fagurlega snúin horn. Hrúturinn jórtrar. Hann hefur bitið gras og lyng í allan dag og auk þess fengið sér bæði ber og blóm til bragðbætis. Nú langar hann til að leika sér dálítið. Til dæmis væri gaman að stangast svolítið á við annan hrút. Vandinn er sá að hér er enginn annar hrútur. Bara þetta litla grey sem liggur þarna með rennblautt tuskudýr í fanginu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=