28 Þá leggur hún af stað með fötuna niður brekkuna og svipast um eftir þeim á leiðinni. Hún er þyrst og ákveður að fá sér vatnssopa úr læknum. Una krýpur niður, stingur kúptum lófanum ofan í vatnið og sýpur á. Þá sér hún allt í einu rauða berjafötu sem liggur á hliðinni á hinum bakkanum. Bíddu nú við! Var Ási ekki með rauða fötu. Jú, þetta hlýtur að vera fatan hans. En hvar er strákurinn sjálfur?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=