Svaðilför í berjamó

27 – Við skulum koma heim núna! Þetta er orðið alveg nóg og ég er orðin svo svöng. Orð hennar bergmála í fjallshlíðunum. Hún leggur við hlustir en fær ekkert svar. Skrítið! Hvar geta þeir verið? Una sér fallega blómabreiðu og þar sest hún niður. Hún ætlar að flétta sér krans á meðan hún bíður eftir strákunum. Ekki líður á löngu þar til Una er komin með þennan fína blómakrans á höfuðið. Enn bólar hvorki á Ævari né Ása.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=