Svaðilför í berjamó

26 FATAN FULL! Una er búin að fylla fötuna sína af stórum og fallegum berjum. Þar eru bæði bláber og aðalbláber. Hún hefur ekki borðað eitt einasta. Þau hafa öll farið í fötuna. En nú kemst heldur ekki meira í hana og Una stingur því nokkrum berjum upp í sig. Helst vill hún þó komast fljótt heim og fá rjóma með. Mmmm! Það er langbest. – Strákar! kallar hún. Búin að fylla!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=