26 FATAN FULL! Una er búin að fylla fötuna sína af stórum og fallegum berjum. Þar eru bæði bláber og aðalbláber. Hún hefur ekki borðað eitt einasta. Þau hafa öll farið í fötuna. En nú kemst heldur ekki meira í hana og Una stingur því nokkrum berjum upp í sig. Helst vill hún þó komast fljótt heim og fá rjóma með. Mmmm! Það er langbest. – Strákar! kallar hún. Búin að fylla!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=